Monday, November 12, 2012
Marc Stein heldur að Knicks sé besta lið allra tíma
Á hverjum mánudegi síðastliðin fjöldamörg ár hefur það verið fastur punktur hjá okkur að lesa Vinsældalista vikunnar í umsjón Marc Stein hjá ESPN.
Þetta er auðvitað skrifað í léttum dúr og er bara til að hafa gaman af því, en oftast eru ágætis rök á bak við það hvernig hann raðar liðunum upp. Yfirleitt þurfa lið að "færa rök" fyrir miklum hástökkum á listanum, sérstaklega þegar kemur að toppsætunum.
Orðið hefur stór breyting á þessu.
Eftir að hafa vermt þriðja sæti listans í síðustu viku, er lið New York Knicks nú í öðru sæti listans. Þetta er mesti þvættingur sem þessi ágæti maður hefur skrifað á annars ágætum ferli sínum hjá ESPN.
Við vitum alveg að þetta er til gamans gert, en þetta er of mikið bull til að við getum horft framhjá því.
Við erum því hætt að lesa Marc Stein.
Heldur þú að Phoenix eða Portland hefði farið í þriðja sæti vinsældalistans ef annað þeirra hefði byrjað 4-0?
Einmitt.
Ekkert fer eins mikið í taugarnar á okkur og New York-blæti NBA-miðla.
Ekkert.
Þetta rant gæti komið einhverjum í fýlu.
Bú - fokkíng - hú
Efnisflokkar:
Dreptu okkur ekki
,
ESPN
,
Frussandi gremja
,
Kjarneðlisfræðingar
,
Knicksblæti
,
Marc Stein