Wednesday, October 31, 2012

Leiktíðin byrjaði á körfuboltaleikjum


 Jæja, þá er tímabilið loksins byrjað og allir geta tekið gleði sína á ný.

Nema Lakers og KR kannski. Gengur ekki vel hjá stórveldunum þessa dagana.

Lakers fékk skell á heimavelli í fyrsta leik tímabilsins og þó það drepi engan að tapa körfuboltaleik, var ekki beint glamúr og glans yfir ofurliði Lakers svona í fyrsta leik.

Steve Nash lítur ekki vel út ef hann spilar eins og 38 ára gamall bleiknefji og það gerði hann í þessum leik.

Lakers á eftir að spila miklu betur en þetta, en liðið virkar eins og svartsýnustu menn spáðu fyrir um. Leikmenn liðsins þekkjast lítið sem ekkert og lykilmenn hafa lítið spilað saman. Margir voru hreinlega sprungnir á limminu.

En af hverju var ekki þetta nákvæmlega sama uppi á teningnum hjá Dallas?

Strangt til tekið hafa orðið alveg jafn miklar breytingar á liði Dallas, ef við tökum inn í þetta að Þjóðverjarnir voru ekki með og Jason Terry er farinn til Boston.

Mörg ykkar hlakkaði eflaust til þess að sjá okkur hakka Lakersliðið í spað af því það skeit á sig, en þó við séum viðvaningar, erum við ekki alveg svo vitlaus.

Lakers tapaði samt með liði með Eddy Curry í byrjunarliði.

-----------

Hey, Miami er rosalega gott körfuboltalið líka og finnst við erum farin að tala um skít, er ekki úr vegi að benda á það að meistaranir litu drulluvel út í fyrsta leik.

Það þó LeBron James fengi krampa og eitthvað af því hann hefur ekki nennt að setja á fullt ennþá.

Við vitum að Ray Allen er góð skytta og þó hann verði líklega aldrei aftur eins góður og hann var hjá Celtics upp á sitt besta, verður Miami hrikalegt ef hann setur niður skotin sín.

Rashard Lewis gæti líka reynst liðinu stærri fengur en flestir þorðu að vona. Hann var eftir allt mjög góður leikmaður, þó hann væri í raun notaður vitlaust allan sinn feril hjá Orlando.

Lewis drullaði undir hjá Washington, en þú hefðir líka gert það ef þú hefðir þurft að spila körfubolta með liði fullu af tapírum á krakki.

Ef Miami fær fullt framlag frá Lewis (og Allen) í vetur, getur þú bara gleymt þessu, gæskur.

* Kevin Garnett er frábær körfuboltamaður, fer í höllina og allt það, en hann er fáviti. Sorry.

* Kyrie Irving er rosalegur - og það er Andy Varejao líka - en þú vissir það nú þegar.

* Veikindi eru æði.

* Immit.