Tuesday, October 2, 2012

Fjölmiðladagurinn: Blazers


Fjölmiðladagurinn árlegi í NBA deildinni fór fram mánudaginn 1. október. 
NBA Ísland kíkti í heimsókn til nokkurra liða í deildinni og lagði fram nokkrar athugasemdir, hvort sem það var viðeigandi eða ekki. Þetta tekur nokkrar færslur og í þeirri síðustu tökum við saman skemmtilegustu myndir fjölmiðladagsins 2012. 

Komandi vetur verður erfiður hjá Portland Trailblazers, sem er að stokka allt upp og byrja upp á nýtt. Það eina sem við höfum að segja um Blazers-liðið er því að lýsa yfir gríðarlegri ánægju okkar með þriðja búninginn sem frumsýndur var á fjölmiðladaginn. Gefum honum fullt hús - tíu. Geggjaður.