Friday, October 5, 2012
Fjölmiðladagurinn: Bestu myndirnar
Hvað er Vince Carter að gera? Í alvörunni.
Mo Williams var myndaður með hafnaboltakylfu, golfkylfu og (amerískan) fótbolta.
Hann verður aðalleikstjórnandi Utah Jazz í vetur.
Gallo er frekar ógnvekjandi með þennan haka, sem er eitt áhugaverðasta props sem við höfum séð á fjölmiðladaginn.
Það er nákvæmlega ekkert eðlilegt við þessa mynd.
Leikmenn Nets fengu allir tertu. Það hefði ekki verið ónýtt að gæða sér á einni Reggie Evans tertu.
Carlos Boozer leikur í MC Hammer myndbandi.
Eins og við sjáum á myndinni hér fyrir ofan, mætir Lamar Odom í sínu besta formi í æfingabúðir Clippers. Greinilega staðráðinn í því að koma ferlinum á beinu brautina á ný eftir bullið í fyrra.
Boston er með 99 vandamál á sinni könnu og því miður höfum við grun um að Darko Milicic eigi eftir að verða eitt þeirra.
Dwight Howard byrjar feril sinn sem Lakers maður á alvarlegu nótunum. Það verður gaman að sjá hvernig honum tekst að díla við mannæturnar í LA miðlunum. Gangi þér vel, Dwight.
Eðlilegur pólskur miðherji.
Efnisflokkar:
Eðlilegt
,
Fjölmiðladagurinn