Thursday, October 18, 2012

Borgnesingar spila körfubolta


Við héldum að Skallagrímur gæti ekkert. Kannski bara af því þetta eru nýliðar.

En Skallarnir eru með reyndan Íslandsmeistara í sínum röðum, tvo hrikalega kana og fullt af drengjum sem eru klárir í slaginn.

Leikur Fjölnis og Skallagríms var kannski dæmigerður haustleikur, en miðað við frammistöðu gestanna í Grafarvogi í kvöld væri mun nær að spá þeim í úrslitakeppni en fall.

Borgnesingar virðast hafa fengið að minnsta kosti fjóra rétta í kanalottóinu og eru með fína stuðningsmannasveit.

Áhangendur Skallagríms yfirgnæfðu Grafarvogsbúa líkt og liðið þeirra á vellinum. Ómetanlegt fyrir nýliða að vera með svona fína stuðningsmenn og skiptir sköpum.


Bandaríkjamennirnir í liði Skallagríms voru með jafnhátt framlag sín á milli (62) og allt Fjölnisliðið samanlagt. Flott hjá þeim, alls ekki nógu gott hjá Fjölni.

Fjölnismenn hefðu með öllu átt að komast í 3-0 í kvöld en það var bara aldrei í spilunum. KR-sigurinn þeirra um daginn er farinn fyrir lítið, en munum að það er enn haust.

Talandi um KR. Rosalegur endasprettur þeirra og sigur í Keflavík verður kannski leikurinn sem snýr við blaðinu hjá þeim. Nauðsynlegur sigur fyrir vesturbæinga.

Hérna fyrir neðan eru nokkrar myndir úr Grafarvoginum í kvöld.