Friday, August 24, 2012

JR Smith í stólnum


Það er nákvæmlega ekkert eðlilegt við það að menn eins og JR Smith séu að senda myndir af sér í tannlæknastólnum á Twitter.

Karlinn virðist reyndar í mjög ásættanlegu ástandi á þessari stundu og er öfundsverður af því.

Félagsmiðlar á borð við Twitter eru hinsvegar einmitt hannaðir með það fyrir augum að menn eins og JR Smith geti sent myndir af sér í tannlæknastólnum á netið.

Við erum öll líklega ríkari á sálinni fyrir vikið.

Sennilega er þetta þó bara talandi dæmi um að vestræn menning sigli hraðbyri til andskotans.

Ætli sé ekki bara best að njóta þess að krúsa þar til aldan kemur.

Hún verður stór.