Friday, August 24, 2012

Auðvitað er John Stockton útataður í bleki


Hvernig hefðu nokkrar af helstu hetjum NBA deildarinnar frá því hérna í gamla daga litið út ef þær hefðu stundað blekið? Hvernig liti LeBron James út ef hann safnaði í afro eins og Dr. J? Og hvernig hefði Jordan litið út ef Portland hefði aulast til að taka hann í nýliðavalinu árið 1984?

Þetta eru spurningar sem teknar eru fyrir á síðunni Photoshop Sports. Hvorki hægt að segja að þeir sem standa að baki síðunni séu hugmyndaríkir eða þroskaðir einstaklingar. Hversu eðlilegt er það gera ekkert annað en Photoshoppa NBA leikmenn og setja á netið? Barnalegt í besta falli.