Tuesday, August 28, 2012

44 dollur eftir Arsenal


Arsenal hefur ekki unnið titil í knattspyrnu í sjö ár. Það þykir ansi langur tími hjá þessu sigursæla félagi og stuðningsmenn hinna stórliðanna á Englandi eru duglegir að minna Arsenal-menn á þetta.

Undanfarin ár hefur Arsenal verið iðnara við að selja leikmenn en kaupa þá og því kemur kannski ekki á óvart að félagið hafi ekki unnið titil í þennan tíma.

Það sem er hinsvegar ótrúlegt, er hve sigursælir fyrrum leikmenn Arsenal hafa verið eftir að þeir fóru frá félaginu. Okkur rak í rogastans þegar við sáum þessa töflu.

Á meðan Arsenal hefur ekki unnið einn einasta titil frá árinu 2005, hafa fyrrum leikmenn liðsins unnið fjörutíu og fjóra titla á þessum sjö árum. Æ, æ.