Friday, August 24, 2012

Árangur síðasta áratugar


Körfuboltasíðan skemmtilega Áttatíuogtveirleikirpunkturkom hefur sett upp áhugaverða töflu sem sýnir árangur liða í NBA síðasta áratug með áherslu á úrslitakeppnina.

Taflan er hér fyrir neðan. Þar getur þú skoðað hvernig þínum mönnum hefur gengið í samanburði við önnur lið í deildinni. Stuðningsmenn Knicks hljóta að gretta sig þegar þeir skoða þetta, en þeir vita svo sem að það hefur ekki verið nein hamingja hjá liðinu frá aldamótum.

Eins er með ólíkindum hvað hefur gengið illa t.d. hjá Portland, sem hér á árum áður var áskrifandi að úrslitakeppni -- og Milwaukee þar á undan.