Friday, July 20, 2012
Rodman eldri greiðir 700.000 í meðlag
Allir þekkja Dennis Rodman, sem á gamalsaldri hefur loksins náð að hitta föður sinn, Philander Rodman. Sá gamli er kominn yfir sjötugt, heldur til á Filippseyjum og er sagður eiga hvorki meira né minna en 29 börn með 16 konum!
Auðvitað eru öll þessi börn einhver komin yfir 18 ára aldurinn, en ef við gefum okkur til gamans að þau væru öll yngri, væri sá gamli ekki að greiða nema 700 þúsund krónur í meðlag á mánuði og tæpar átta og hálfa milljón á ári ef hann væri svo óheppinn að búa á Íslandi.
Þetta er allt saman alveg þræleðlilegt eins og flest í kring um Dennis blessaðan. Ef við setjum þetta í samhengi við körfuboltaferil Dennis Rodman má leiða líkum að því að móðir hans Dennis hafi verið rebound-gella fyrir þann gamla inn á milli barneigna.
Það gat ekki annað verið en að maður sem skilur eftir sig annað eins genahryðjuverk og Dennis Rodman væri nokkuð... tjah, léttur á því.
Efnisflokkar:
Ævintýri
,
Dennis Rodman
,
Eðlilegt
,
Hryðjuverk
,
Meðlagsgreiðslur
,
Metnaður
,
Tilhugalífið
,
Viðstöðulaust
,
Wagga-wagga-wagga