Friday, July 20, 2012
Adam er enn að reyna að fá inni í Paradís
Hversu margir ætli hafi leitt hugann að því í kvöld hvernig Adam Morrison hefur það í augnablikinu?
Líklega ekki margir.
Menn eins og hann eru ástæða þess að við fílum ekki háskólaboltann.
Eitt má Morrison þó eiga, hann var orðinn helvíti flottur með allt þetta síða hár og hefði auðveldlega geta falið sig baksviðs á Pantera-tónleikum.
Efri myndin sýnir hann aðeins snyrtari og huggulegri eins og hann ku líta út í dag.
Morrison hefur verið að spila í Evrópu en hefur á undanförnum dögum reynt fyrir sér með sumarliðum Clippers og Nets. Ætli við verðum ekki að óska þessum vælukjóa góðs gengis. Guð má vita af hverju. Við erum bara svona góðhjörtuð og gefandi.
Efnisflokkar:
Adam Morrison
,
All growed up
,
Allir að halda sér
,
Hárgreiðslur
,
Hársbreidd frá því að meika´ða
,
Hipsterapakk
,
Skóli lífsins