Friday, June 1, 2012

Hvíl í friði Orlando Woolridge








































Framherjinn Orlando Woolridge er látinn, aðeins rétt rúmlega fimmtugur. Hjartað. Rosalega skrítið allt saman. Okkur finnst svo stutt síðan við vorum að horfa á hann troðandi yfir allt og alla.

Woolridge var skorari af guðsnáð og leið mun betur þeim megin vallarins. Vaxinn eins og grískur guð. Það eru góðar líkur á því að þú sjáir Orlando bregða fyrir ef þú horfir á NBA Action þátt frá níunda áratugnum. Hann spilaði með mörgum liðum á ferlinum. Hér fyrir neðan sjáum við hann með Chicago Bulls, þar sem hann var aðalskorari áður en þessi númer 23 tók við keflinu.
















Furðulegt hvernig fólk tekur upp á því að fara á diskóið fyrirvaralaust.

 Leiðinlegt.

En það minnir okkur hin á að taka þessu ekki of alvarlega.

Sjáðu bara myndina hér til hliðar. Ekki eins og hún hafi verið tekin fyrir hálfri öld.

En nú eru bæði Orlando Woolridge og Kevin Duckworth látnir.

Vonandi fylgir þriðji maðurinn á myndinni ekki með þeim í bráð.

Við þurfum að hafa Clyde Drexler með okkur í nokkur ár í viðbót.

Helst nokkra áratugi.

En við skulum öll skála fyrir Orlando Woolridge í kvöld og um leið fyrir langlífi okkar hinna.

Hvíl í friði.