Tuesday, June 12, 2012

Fjörið byrjar í nótt


Meira en helmingur þjóðarinnar, þessar villtu sálir sem lesa ekki NBA Ísland, er enn úti að skíta þegar kemur að dagskránni í úrslitunum. Það er alveg sama hvað við plöggum þetta viðstöðulaust, við fáum alltaf póst, skilaboð eða tíst fimm mínútum síðar: "Er leikur á Sportinu í kvöld?"

Flestum virðist vera ómögulegt að átta sig á því að það er nákvæmur listi yfir beinar útsendingar á NBA Ísland. Það er flipi til hægri á síðunni sem á stendur "Beinar útsendingar" og myndir af Stöð 2 Sport og NBATV lógóunum. Þetta skilja fáir. Þessu verður líklega að breyta næsta vetur til að bjarga geðheilsu ritstjórnarinnar.

En hvað um það. Hérna er það sem er eftir. Nú horfa ALLIR á hverja einustu mínútu. Þetta verður brjálað einvígi.