Tuesday, June 5, 2012

Þetta hlýtur bara að vera búið


Þetta er búið hjá Spurs. Það er ekki hægt að túlka það öðruvísi eftir þrjú töp liðsins í röð gegn Oklahoma.

Fyrir fimm dögum var það formsatriði fyrir San Antonio að vinna fimmta titilinn hans Tim Duncan. Núna? Nú líta Spurs út eins og gamla liðið sem þeir eru. Oklahoma hleypur hringinn í kring um þá eins og Dallas og Lakers áður.

Það er svo rosalega stutt á milli í þessu. Flestir leikirnir hafa verið jafnir. Oklahoma, sem er nú hársbreidd frá því að komast í lokaúrslit, hefur nær undantekningalaust verið á réttum enda á öllum þessum háspennuleikjum. Þeir eru ekki með jafnþrautreynt sýstem og Spurs, en þeir eru með einstaklinga í sínum röðum sem geta gert hvað sem þeir vilja, hvenær sem þeir vilja.

Við erum satt að segja hálf hneyksluð á San Antonio. Vorum búin að sætta okkur við að liðið yrði meistari á báðum verkfallsárunum og að Duncan sigldi með fimm titla inn í sólarlagið, sem einn besti körfuboltamaður allra tíma.

En nú er alveg búið að fokka því upp.

Við þurfum að fara að endurskoða þetta Oklahoma lið.

Það getur ekki verið að San Antonio komi til baka - í Oklahoma - eftir að hafa gefið einvígið svona frá sér, er það?

Austurdeildarelskendur, varnarpredikarar og pjúristar munu hata okkur fyrir þessa yfirlýsingu, en okkur er alveg sama. Vesturdeildin er betri en Austurdeildin, hefur verið það í mörg ár og verður það í nánstuu framtíð. Það er okkar skoðun.

Og það verður skandall ef fulltrúi Vesturdeildarinnar drullar ekki yfir liðið sem kemur úr austrinu í ár.

Gott að ritstýra eigin miðli og geta rifið svona kjaft.