Wednesday, May 9, 2012

Andre Miller er ansi öflugur í körfubolta


Andre Miller hefur aldrei spilað Stjörnuleik og hefur aldrei verið stjarna. Það eina sem hann hefur gert á ferlinum er að stýra leik liða sinna nær óaðfinnanlega. Hann er ekki fljótur og hoppar ekki hátt, en mikið rosalega er Andre Miller góður leikstjórnandi. Hann er nú þegar tíundi stoðsendingahæsti leikmaðurinn í sögu NBA.

Undanfarin ár hefur Miller haft einstakt lag á því að eiga risaleiki í úrslitakeppninni. Átti einn slíkan í gærkvöld og er - ásamt JaVale McGee(?) - maðurinn á bak við sigur Denver í leik sem allir héldu að Lakers myndi klára. Gefum Miller smá ást. Hann fær aldrei nóg af henni.