Saturday, April 14, 2012

Áætlun Stjörnumanna að ganga upp


Holdafar íþróttafréttamanna hefur oft verið vinsælt umræðuefni þegar fólk er að spjalla - t.d. á Twitter.

Á síðasta ári skrifuðum við smá pung til gamans þegar Stjörnumenn röðuðu upp þrekhjólum fyrir aftan bekkinn hjá sér.

Í framhaldinu settum við fram  kenningu um að þetta væri ætlað til að koma fitubollunum í íþróttafréttunum í betra form í stað þess að bjóða þeim upp á bakkelsi, gos og gotterí.

Einmitt þess vegna urðum við bara að segja frá merkilegum hlut sem við urðum vitni að undir lok annars leiks Stjörnunnar og Grindavíkur.

Karfan með Prins Pólóinu var nánast full og leikurinn að verða búinn. Kaffið var drukkið en svo virðist sem sportpennarnir hafi nær allir neitað sér um súkkulaði á íþróttaviðburði. Það verður að teljast til tíðinda. Batnandi mönnum er best að lifa.