Friday, March 23, 2012

Nýtt hlaðvarp: Upphitun fyrir úrslitakeppnina


Þriðji þáttur Hlaðvarpsins fræga er kominn inn á NBA Ísland með tæknilegri aðstoð Finns Gunnarssonar, en án hans færi þetta aldrei í loftið.

Smelltu á flipann efst á síðunni eða hér til að komast í góðgætið.

NBA Ísland tók hús á Jóni Birni ritstjóra karfan.is og fékk hann til að spá í spilin fyrir komandi úrslitakeppni í Iceland Express deildum karla og kvenna.

Hann Nonni er höfðingi heim að sækja og fáir sjá fleiri leiki en hann, svo hann hefur frá mörgu skemmtilegu að segja.