Saturday, March 24, 2012

Andre Miller missir ekki af mörgum körfuboltaleikjum


Andre Miller missti úr sinn fjórða leik á ferlinum á dögunum vegna axlarmeiðsla, en hann kom inn í deildina leiktíðina 1999-2000. Það þykja því tíðindi þegar hann missir úr leik.

Miller er harður og lætur ekki smá meiðsli hafa áhrif á sig. Menn geta auðvitað verið naglar en það hefur ekkert að segja ef menn eru einfaldlega óheppnir. Það að sleppa við meiðsli líkt og Miller hefur gert er blanda af genetík, því að passa vel upp á sig og heppni.

Miller hefur að minnsta kosti tvennt af þessu. Alltaf verið rosalega solid leikstjórnandi þó hann sé með undirhöku og virki stundum þéttur. Veit hvert á að koma körfuboltanum og hvenær. Toppmaður.