Saturday, December 3, 2011

Til lukku með dolluna, Grindavík


Grindavík stóðst prófið og kláraði Lengjubikarinn með 75-74 sigri á Keflavík í úrslitaleik í dag.

Páll Axel þurfti að horfa á leikinn frá bekknum vegna meiðsla á læri og því gat hann ekki hjálpað félögum sínum að opna svæðisvörn Keflavíkur. Þetta hafðist samt hjá þeim gulklæddu, sem virðast ekkert á þeim buxunum að tapa leik í vetur.

Þetta er búin að vera ljómandi skemmtileg keppni í vetur. Nóg af leikjum og úrslitaleikirnir voru fínasta skemmtun. Pössum bara að hafa KR með næst svo mætingin verði betri og kveikt verði á grillinu.

Smelltun hérna inn nokkrum myndum af villtum fögnuði Grindvíkinga, sem nú hljóta að vera komnir með bæði augun á Íslandsbikarinn. Það er orðið svo fjandi langt síðan síðast, þó Guðmundur Bragason sé reyndar alveg jafn beittur í fráköstunum í dag og hann var þá.