Wednesday, November 2, 2011

Það var Billy Owens


Fólk er enn að senda okkur svör við gátunni sem við settum inn hérna um daginn.

Flestir tippuðu á þarna færi framherjinn fjölhæfi Billy Owens og það var rétta svarið.

Owens átti sín bestu ár með Golden State og Miami, en spilaði eitt ár með Seattle Supersonics og við höfðum alveg steingleymt því þegar við sáum hann á myndinni með Þjóðverjunum huggulegu.

Þess vegna datt okkur í hug að leyfa lesendum að giska á þetta. Kom okkur raunar á óvart hve margir þekktu kappann.

Vel gert.