Friday, November 18, 2011

Fyrstudeildarflipp




































Úr því úrvalsdeildarpiltarnir eru bara í bjórsmökkun núna og nenna ekki að spila, var ekki um annað að ræða en skella sér á leik í 1. deildinni. Urðum að kíkja af því okkar maður Ká Joð, nú betur þekktur sem Coach KJ, var mættur í Smárann með strákana sína í FSu.

Blikarnir tóku þetta í fráköstunum og erfitt fyrir FSu að keppa við Gillzeneggera eins og Þorstein Gunnlaugsson í miðjunni. KJ olli engum vonbrigðum og sallaði 29 stigum á Blikana. Lofaði reyndar tuttugu þristum fyrir leik en þetta var flott hjá honum. Líka gaman að sjá Sæmund Valdimarsson - a.k.a. Lil Marv. Einvígi hans og Svavars Stefánssonar var skemmtilegt. Ungu mennirnir skiptust á að gefa hvor öðrum andlitsmeðferðir um allan völl.



Krúttlegt að sjá að meirihlutinn af Stjörnuliðinu var líka mættur til að horfa á sína menn. Marvelous mætti auðvitað að horfa á litla bróður en svo voru þeir líka þarna Justin, Jovan, Keith og Dagur svo einhverjir séu nefndir. Bræðralagið í körfunni. Huggulegt að sjá þetta.