Sunday, October 30, 2011

Hver er maðurinn?


Á myndinni hér fyrir neðan má sjá tvo huggulega Þjóðverja etja kappi í NBA leik fyrir nokkrum árum.

Til vinstri er Seattle-maðurinn Detlef Schrempf sem lék til úrslita með liðinu árið 1996 en ungi maðurinn til hægri er auðvitað Dirk Nowitzki, sem tapaði einmitt í úrslitaeinvígi deildarinnar tíu árum síðar áður en hann krækti svo í dolluna í sumar sem leið. Þeir virðast hafa verið með sama rakara á þessum árum.

Það hefði verið gaman að veðja við einhvern eftir þennan leik um að Nowitzki ætti eftir að verða útnefndur bæði verðmætasti leikmaður deildarinnar og lokaúrslitanna í framtíðinni. Einhver hefði eflaust hlegið.

Flest ykkar þekkja eflaust þá Detlef og Dirk, en getur þú sagt okkur hver það er sem stendur á milli þeirra baka til?  Sendu svarið á nbaisland@gmail.com. Þú ert dálítið kúl ef þú ert með þetta.