Monday, August 29, 2011
Umhverfisvæn tækjagreftrun
Þær eru að óðum að nálgast 1500, færslurnar sem skrifaðar hafa verið á þessa síðu síðan hún hóf göngu sína á síðasta degi nóvembermánaðar árið 2009. Takk fyrir að lesa tuðið okkar allan þann tíma.
Við höfum verið að skrifa þetta á misgóðar fartölvur alveg þangað til um daginn, þegar ritstjórnin sló kúlulán og fjárfesti í ofur-borðvél sem keyrir nú allt apparatið.
Það var tregablandin tilfinning að fara með fartölvulíkin í endurvinnsluna á dögunum. Mikil ósköp af bulli hafa nú komið út úr þessum tækjum og endað á skjánum þínum.
Jæja, þá ertu búin(n) að lesa tilfinningaþrungna myndasögufærslu um tölvugreftrun.
Enn eitt atriðið sem þú getur strikað út af fötulistanum þínum eftir að hafa lesið NBA Ísland.
Efnisflokkar:
Eðlilegt