Monday, August 29, 2011

Hann á afmæli í dag


Eitt af afmælisbörnum dagsins í dag, er líklega frægast fyrir að vera ekki á þessari mynd.
Einhver gæti giskað á Krumma í Mínus en við eigum ekki við hann, þó hann eigi vissulega afmæli.






























Nei, það er reyndar hinn 34 ára gamli Devean George. Hann var oftast (48) í byrjunarliði Los Angeles Lakers leiktíðina frægu 2003-´04 og spilaði stöðu minni framherja. Það var Rick Fox sem jafnan mannaði stöðuna en hann átti við meiðsli að stríða þennan vetur eins og flestir í liðinu. Aðeins George, Derek Fisher og Gary Payton spiluðu alla 82 leikina.

Þetta var veturinn sem Lakers ætlaði að hrifsa aftur til sín titilinn sem það missti í hendur San Antonio vorið áður. Karl Malone og Gary Payton voru komnir til Hollywood til að spila með Kobe Bryant og Shaquille O´Neal. Payton og Malone voru auðvitað komnir af léttasta skeiði, en það eru líklega engin fordæmi fyrir því að fjórir leikmenn með aðra eins pappíra hafi myndað byrjunarlið. Þessi liðsstyrkur skilaði Lakers aftur í úrslitin en þar beið ekki annað en sögufrægur skellur gegn Detroit.


























Já, það var afar huggulegt í vinnunni hjá Devean George og okkur er minnistætt að einhver blaðamaðurinn skrifaði að George væri án nokkurs vafa heppnasti maðurinn í NBA deildinni með djobbið sitt - jafnvel heppnari en þessi Jon Stefansson sem skömmu áður hafði landað samningi við Dallas Mavericks.

Það hefur örugglega verið gaman að vera Devean George þennan vetur og auðvelt að sjá fyrir sér hvað kappinn hefur talað um þegar hann var að spjalla við dömurnar á barnum.

"Já, já, það var auðvitað æfing í dag. Fórum í þriggja stiga keppni og ég vann Kobe í úrslitum - í annað skiptið á þremur dögum. Hann er ekkert svo góð skytta, sko!"


"Hvernig er að spila með Malone? Æ, hann Kalli mætti nú gera meira af því að finna  mig í hornunum, en hann er fínn gaur sko. Atvinnumaður fram í fingurgóma og þannig gaura fíla ég að hafa með mér í liðinu Traustur vinur sem getur gert kraftaverk!"


"Payton? Heh, hann þorir nú ekkert að þenja sig við mig. Ég sagði honum nú bara að hann væri kominn til Lakers núna og að hann ætti að reyna að tala aðeins minna og spila meira!"


"Það er sama hvað maður reynir að segja Shaq til í vítunum. Hann bara hlustar ekkert á mann. Alveg dæmigert fyrir Shaq!"

--------------------------------------

- P.s. - Hefðir þú trúað því að Stanislav Medvedenko var stigahæsti leikmaður Lakers yfir veturinn fyrir utan fjórmenningana með 8,3 stig að meðaltali? Já, já, flettu því bara upp.