Monday, May 23, 2011

Eru Miami og Dallas betri í körfubolta?


Miami spilar frábæran varnarleik. Og Chicago er stundum í erfiðleikum með sóknarleikinn. Hvort tveggja sáum við í nótt og þess vegna er Miami komið yfir 2-1 í einvíginu.

Við höfum það rosalega sterkt á tilfinningunni að Miami sé einfaldlega betra liðið í þessu einvígi. Rétt eins og Dallas virðist vera heilsteyptara lið en Oklahoma. Það lítur allt út fyrir að við fáum endurtekningu á lokaúrslitunum 2006.

Bæði Chicago og Oklahoma verða að vinna næsta leik. Annars eru þau fögt.