Sunday, April 24, 2011

Sópar á lofti í Philadelphia og New York























LeBron James og félagar í Miami eru með sópinn á lofti í Philadelphia. Eru yfir 3-0 og klukkan 17:00 hefst fjórði leikur liðanna í beinni á Stöð 2 Sport. Þá kemur í ljós hvort Sólstrandargæjarnir klára dæmið og fara að gera sig klára fyrir Boston. Klukkan 19:30 er svo fjórði leikur Boston og New York í beinni á NBATV. Kíkjum á þetta.