Tuesday, April 26, 2011
Er öllum sama núna?
Þeir voru nokkrir sem spáðu því að Memphis myndi slá San Antonio út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.
Charles Barkley var einn þeirra, en það var nú líklega vegna vinskapar hans við Lionel Hollins þjálfara Memphis.
Sú staðreynd að San Antonio hafi verið í vandræðum í seríunni frá fyrstu mínútu hefur ekki vakið mikla athygli af því þetta eru jú San Antonio og Memphis.
Þú manst að öllum er sama um San Antonio og Memphis.
Það breytist ef Memphis vinnur seríuna.
Og það er sannarlega útlit fyrir það núna í stöðunni 3-1 fyrir Memphis, sem er nota bene að spila án síns launahæsta leikmanns, Rudy Gay.
Það er langt síðan við afskrifuðum Spurs sem lið sem gæti unnið meistaratitil, en vá, þetta eru tíðindi.
Er einhver ástæða til að ætla að San Antonio vinni þessa seríu þegar liðið er búið að tapa 7 af síðustu 8 leikjum sínum í úrslitakeppni? Þessir 60 sigrar í deildakeppninni telja ekki mikið núna.
Þessi úrslitakeppni heldur bara áfram að gefa. Þvílík skemmtun.
Efnisflokkar:
Grizzlies
,
Spurs
,
Úrslitakeppni 2011