Saturday, April 16, 2011
Allar 214 troðslur Blake Griffin í einni syrpu
Blake Griffin fór eins og fellibylur í gegn um NBA deildina á fyrsta árinu sínu. Hann var auðvitað tæknilega nýliði í fyrra en spilaði þá ekki einn einasta leik og er því gjaldgengur sem nýliði ársins 2011.
Hann mun fá fullt hús atkvæða í kjörinu í ár og er búinn að koma með mjög ferska og skemmtilega vinda inn í þetta. Griffin gerði sitt besta til að rífa niður allar körfur í deildinni í vetur og hér fyrir neðan getur þú séð allar troðslurnar hans í einni syrpu.
Það er ekki hægt að líka illa við Griffin. Hann er góður leikmaður, fáránlegur íþróttamaður, skemmtikraftur, húmoristi, kurteis og jarðbundinn og mikið efni. Himnasending þessi drengur.
Efnisflokkar:
Andlitsmeðferð
,
Blake Griffin
,
Veðrið þarna uppi