Sunday, March 13, 2011

20 ár


Fáránlegt til þess að hugsa að í sumar séu 20 ár síðan Chicago Bulls vann fyrsta meistaratitilinn sinn af sex.

Í nótt var smá athöfn í Chicago þar sem nokkrar af helstu hetjunum úr ´91 liðinu voru heiðraðar og horfðu svo á efnilegt lið Chicago slátra Utah.

Umrætt lið vann 4-1 sigur á LA Lakers í úrslitunum á sínum tíma eftir að hafa tapað fyrsta leiknum á heimavelli.

Getur verið að séu að verða tuttugu ár síðan?

Michael Jordan hafði orð á því að Chicago-liðið í dag hefði alla burði til að vinna meistaratitla og þar hefur hann rétt fyrir sér.