Tuesday, December 28, 2010

Við vitum það, Hedo. Sjáum það líka.


Aðeins eitt lið í allri NBA deildinni hefur jákvætt vinningshlutfall gegn Boston Celtics síðan Kevin Garnett og Ray Allen gengu í raðir liðsins árið 2007.

Það er Orlando Magic, sem er 14-11 gegn þeim grænu, ef úrslitakeppni er tekin með.

Hedo á sinn hlut í því. Hann er kominn aftur heim til Flórída eftir Bjarmalandsför til Kanada og Arizona. Stigahæstur í nótt. Virðist hafa fundið gamla mójóið sitt.

Svona er þetta undarlegur leikur stundum.