Tuesday, December 28, 2010

Stillum okkur, FlóamennÞetta er Monta Ellis hjá Golden State Warriors. Hann hefur spilað prýðilega með liði sínu í vetur. Skorar ansi grimmt og er mikill stríðsmaður.

Eins og við sögðum frá í færslu í gær, hefur lið Warriors ekki komið manni í stjörnuleik síðan árið 1997.

Stuðningsmenn liðsins, og þeir eru með þeim betri í NBA, mættu samt aaaaaðeins róa sig á því að syngja "MVP - MVP - MVP" þegar Monta Ellis er að taka vítaskot.

Þið eruð miklu betri en þetta, Flóamenn.