Tuesday, December 28, 2010

Gilbert Arenas er frekar vanur körfuboltamaður


Gilbert Arenas er kannski ekki sami leikmaður og hann var fyrir nokkrum árum, en hann er ekki búinn að týna mojoinu sínu. Honum finnst til dæmis þessi 75-fetari gegn Nets vera álíka merkilegur og íhaldsmaður í vesturbænum. Svo er hann bara hissa og hálf pirraður yfir því að karfan sé ekki góð, þó boltinn hafi augljóslega skoppað af skotklukkunni. Rólega vanur gaur. Reyndar heldur þulurinn líka að karfan sé góð, sem er áhugavert.