Friday, December 31, 2010

Á þessum degi fyrir 20 árum: Skiles setur met með 30 stoðsendingum


Já, það er lítill, brjálaður og hálfsköllóttur hvítur strákur sem á metið yfir flestar stoðsendingar í einum leik í NBA deildinni. Það er Scott Skiles, núverandi þjálfari Milwaukee, þáverandi leikmaður hins nýstofnaða Orlando Magic liðs. Hér fyrir neðan geturðu séð hverja einustu snuddu frá honum í þessum leik. Denver var liðið til að mæta ef setja átti met í þá daga.