Skrumið í kring um Miami Heat hefur verið gríðarlegt allar götur frá því í sumar. Margir sérfræðingar spáðu og spá enn að liðið jafni met Chicago Bulls frá 1996 og vinni 72 leiki í vetur.
Miami tapaði fjórða leik sínum í deildinni þann 11. nóvember síðastliðinn og er því 5-4 þegar þetta er skrifað.
Chicago-liðið frá ´96 með þá Michael Jordan, Scottie Pippen, Dennis Rodman og Tony Kukoc innanborðs, tapaði fjórða leiknum sínum þann 4. febrúar. Var þá 41-4.
Segjum bara svona.