Síðustu þrír leikir Utah Jazz hafa verið í meira lagi undarlegir.
Liðið lenti 18 stigum undir gegn LA Clippers á dögunum en hafði nauman sigur á heimavelli í tvíframlengdum leik.
Þaðan lá leiðin niður til Flórída þar sem liðið vann upp 22 stiga forystu Miami og vann í framlengingu.
Strax kvöldið eftir var fórnarlambið Orlando Magic, sem glutraði niður 18 stiga forskoti gegn Jazz.
Óstaðfestar heimildir okkar herma að þetta sé í fyrsta sinn sem lið vinnur þrjá leiki í röð eftir að hafa verið minnst 10 stigum undir í hálfleik í þeim öllum.