Thursday, October 7, 2010
Hlassið
Leikmenn New York Knicks komast ekki upp með neitt múður í æfingabúðunum hjá Mike D´Antoni. Þeir eru með raftæki á stærð við gsm-síma saumað inn í bakið á vestunum sínum sem kallað er "The Load"
Tækið sendir skilaboð í fartölvu sem situr í kjöltunni á þrekþjálfaranum og gefur honum nákvæmar upplýsingar um hreyfingar leikmannsins. Hvað hann hleypur langt, hve hratt og meira að segja hvað hann tekur mikið kontakt.
Þetta er dálítið áhugaverð aðferðafræði hjá Knicks. Væri gaman að fá að lesa á tækið hjá Eddy Curry.
Les það hvað hann fór oft í bakaríið þann daginn og hve mikið og hve hratt hann fitnaði? Og ætli Curry mæti yfir höfuð á einhverjar æfingar? Og hvernig getur atvinnumaður í íþróttum verið með hærri fituprósentu en Egill Helgason?