Wednesday, June 9, 2010

Lakers tók forystuna á ný gegn Celtics:

























Það var ekki fallegt, en mikið fjandi var þriðji leikur Celtics og Lakers í nótt skemmtilegur. Lakers með gríðarlega sterkan 91-84 sigur í stórundarlegum leik.

Boston-menn byrjuðu með látum, en grófu sig svo ofan í sautján stiga holu sem þeim tókst ekki að moka sig upp úr. Á góðum degi hefðu þeir getað það - en þetta var einn af þessum Fisher-dögum. Þú þekkir þetta.

Derek Fisher ákvað að hafa einn af þessum dögum og bókstaflega kláraði Boston með einni af þessum ísköldu frammistöðum sínum á ögurstundu. Skoraði 11 af 16 stigum sínum í lokaleikhlutanum og var svo mikið um að hann vatnaði músum í viðtalinu eftir leikinn. Spes.

Það góða fyrir Boston var að Kevin Garnett (25 stig, 11-16 í skotum) fann sig á ný, en Paul Pierce og Ray Allen voru ekki til staðar í sókninni og Rondo var ekki nógu grimmur.

Ray Allen var reyndar aðeins meira en ekki til staðar. Gaurinn skeit múrsteini með 0-13 í skotum - aðeins einu skoti frá verstu skotframmistöðu í sögu lokaúrslitanna.

Auðveldlega mesti viðsnúningur leikmanns á þessu sviði í sögu NBA (32 stig í síðasta leik).

Kobe Bryant skoraði 29 stig úr 29 skotum (flest skot í einum leik í úrslitakeppninni 2010) og var aðeins einu stykki Derek Fisher frá því að skjóta Lakers út úr þessum leik. Sýgur sannarlega að vera ekki að spila á móti vörnum Utah og Phoenix lengur, ha, Kobe?

Lakers vann þennan leik á fráköstum, varnarleik, Derek Fisher, Lamar Odom (það fékkst staðfest í nótt að hann er með í úrslitaeinvíginu) og heppni. Kobe vissi hvað klukkan sló og sagði einfaldlega; "Við erum bara betra lið (en við vorum)" - Og það er hárrétt hjá honum. Lakers hefði tapað þessum leik 2008 - og gerði það reyndar.

Við þurfum líklega ekki að taka það fram aftur hvað það fer í taugarnar á okkur hvað Lakers-liðið virðist heldur vilja teikna upp leikkerfi fyrir Sasha Vujacic og Sam Bowie en drulla boltanum inn á Gasol. Það er hugtærandi.

Staðan er enn bara 2-1 fyrir Lakers, en hún lítur ekkert rosalega vel út fyrir Boston ef við skoðum hálftóma glasið. Liðið verður að klára leiki fjögur og fimm heima. Annars er verkefnið (vinna báða í LA) orðið ansi erfitt.

Við nennum ekki að tala um dómgæsluna, hún er föst á þermistiginu og óþolandi - og er ekkert að hjálpa Boston, svo mikið er víst. Súrt að leikmenn þurfi að taka allt aðra línu í varnarleiknum þegar komið er í sjálf lokaúrslitin.

En burt séð frá því þarf Boston að pappíra sig og spila betur. Það þýðir ekkert fyrir Paul Pierce að bjóða upp á svona stinkera kvöld eftir kvöld og Ray Allen og Garnett þurfa að finna stöðugleika. Boston þarf að hætta að móðga stuðningsmenn sína með því að tapa svona oft á heimavelli og frákasta betur.

En allt liggur þetta á fíngerðum herðum Rajon Rondo að okkar mati. Pierce, Allen og Garnett hafa verið upp og niður og það hefur ekki úrslitaþýðingu. Rondo hefur úrslitaþýðingu fyrir þetta lið. Ef hann er ekki í 100% árásarham í 48 mínútur (ef við gefum okkur að Boston passi upp á vörn og fráköst) - virðist Boston ekki eiga séns í þessu einvígi.

Það er bara þannig.