Wednesday, May 19, 2010

Boston hakkavélin 2008-10


Orlando er allt nema fögt.

Boston náði í gærkvöld 2-0 forystu í einvígi liðanna í úrslitum Austurdeildar og næstu tveir leikir fara fram í Boston. Ekki gæfulegt útlit hjá Orlando.

Boston hefur aldrei tapað seríu eftir að hafa náð 2-0 forystu (32-0). Merkilegt að liðið er þarna að komast í 2-0 í einvígi með sigrum á útivelli í fyrsta skipti í glæstri sögu félagsins.

Boston hefur verið agressorinn í báðum leikjum, Orlando hleypti spennu í þetta í lokin, en hafði ekki það sem til þurfti. Mistökin sem liðið gerði á lokasprettinum í öðrum leiknum eru í leiðinlega sögulegum takti.

Vítin sem Vince Carter klikkaði á voru Nick Anderson-leg. Og svo brainfartið hjá JJ Redick, sem er erfitt að kyngja því hann hefur verið einn af fáum jákvæðum punktum hjá Orlando.

Og Boston? Liðið heldur bara áfram að sjúga lífsviljann úr andstæðingum sínum með 2008 vörninni sinni. Neyða Orlando til að vinna eftir öðrum leiðum en tryggðu liðinu svo góðan árangur í vetur.

Og ekki gleyma sóknarleiknum. Hann er heldur ekkert slor.

Já, Boston tók sér pásu milli áramóta og páska í ár og blekkti okkur öll, en það er hægt að súmmera upp hvað við erum að sjá núna með einföldum hætti.

2008- Boston meistari. Besta liðið. Borið uppi af Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen.

2009- Meiðsli Kevin Garnett gerðu það að verkum að liðið strandaði í úrslitakeppninni þrátt fyrir hetjulega baráttu. Mikilvægi Garnett fyrir þetta lið var og er gríðarlegt.

2010- Helstu keppinautar Boston, Cleveland og Orlando, vígbúast hvor gegn öðrum í leikmannamálum og gleyma meisturunum frá árinu 2008. Boston er með alla sína menn heila og þeir þrífast vel á að vera underdogs. Drápseðlið, reynslan og kæfandi varnarleikur eru enn á sínum stað. Eftir upphitun gegn Miami  Dwyane Wade í fyrstu umferð, byrjar liðið seríurnar gegn krúttliðunum Cleveland og Orlando með því að sparka í punginn á þeim með tilhlaupi.

Hvað er öðruvísi við 2010 Boston en 2008 Boston?

Liðið er enn reyndara og búið að spila lengur saman. Jú, Garnett og Pierce eru eðlilega búnir að missa smá hraða og snerpu, en Allen spilar enn eins og hann sé tvítugur, Perkins er tveimur árum eldri og reyndari (ótrúlegt að maðurinn sé bara 25 ára - andlitið á honum lítur út eins og veðurbarið Inka-líkneski) og síðast en ekki síst....

Rajon Rondo

Árið 2008 var Rajon Rondo litli strákurinn sem spilaði af stjörnunum þremur og reyndi að sleppa við að gera mistök. Allt sem hann kom með í púkkið var bónus.

Núna er Boston liðið hans Rajon Rondo. Gjörsamlega óstöðvandi á báðum endum vallarins á löngum köflum. Er treyst fyrir liðinu og hefur unnið sér óskipta virðingu frá liðsfélögum sínum. Getur borið leik liðsins uppi þegar gömlu mennirnir eru ekki að finna sig. Einn besti, ef ekki besti leikmaður úrslitakeppninnar til þessa.

Svona er þetta í meginatriðum.

Boston drullaði yfir deildakeppnina og ársmiðahafa sína í vetur. Lakers gerði það á suman hátt líka á lokasprettinum. En þeim er líklega nokk sama ef þeir fara í úrslitin.  Erfitt að dissa liðin fyrir þetta, en að sama skapi erfitt að horfa framhjá þessu.

En við höfum engan tíma til þess núna. Það er úrslitakeppni í gangi.