Wednesday, April 14, 2010

Mellan leitar að nýjum kúnnum


Himininn er blár, vatn er blautt og Larry Brown er hóra.

Góður þjálfari, en óþolandi karakter. Gjörsamlega óþolandi mella. Ef við værum forsetar Charlotte Bobcats, atvinnuveitenda Larry Brown þessa stundina, myndum við sparka í mjöðmina á honum.

Undir venjulegum kringumstæðum myndum við fagna því að Brown væri orðaður við LA Clippers, því sá sorrý skíthaugur af liði á skilið að fá þjálfara eins og Brown. En við viljum bara losna við hann.

Hvað þarf að gera svo þessi maður hætti og láti NBA deildina í friði?

Það er nákvæmlega engin tilviljun að svona slúður um Brown skuli leka út nákvæmlega á þessum tímapunkti. Brown hefur einstakt lag á því að eyðileggja fyrir liðum sínum þegar þau eru að sigla inn í úrslitakeppni.

Hann gerði þetta þegar hann var að reyna að koma Detroit í úrslitin á sínum tíma og því ekki að kasta svona sprengju inn hjá Bobcats núna þegar liðið er að fara í sína fyrstu úrslitakeppni í sögu félagsins?

Fáviti.