Thursday, April 29, 2010
Jórturdýrafælni hefur slæm áhrif á körfubolta í Atlanta
Nú erum við ekki alveg með það á hreinu hvað er svona hræðilegt við hreindýr.
Við höfum til að mynda aldrei vaknað kófsveitt og öskrandi um miðja nótt eftir martröð þar sem við erum hundelt af blóðþyrstum klaufdýrum.
Fear the deer! segir slagorð Milwaukee Bucks. Hræðist hreindýrið. Ekki hrikalegasta slagorð allra tíma.
En leikmenn Atlanta Hawks virðast vera komnir með jórturdýrafælni á hæsta stigi.
Vinna fyrstu tvo leikina gegn Bucks-liði sem er án síns besta leikmanns (Andrew Bogut) en hafa síðan algjörlega tapað plottinu.
Atlanta vinnur alltaf á heimavelli en getur ekkert á útivelli. Þess vegna brá engum sérstaklega þegar Atlanta tapaði leikjum þrjú og fjögur.
En í kvöld hraunaði liðið allt út á heimavelli í fimmta leik. Var níu stigum yfir þegar fjórar mínútur voru eftir en leyfðu hreindýrunum að traðka á sér.
Horfa nú fram á að þurfa að vinna á útivelli eða fara snemma í frí. Og á miðað við andann sem ríkir í herbúðum Hawks, erum við ekkert rosalega bjartsýn fyrir þeirra hönd. Atlanta getur ekki spilað á hálfum velli og kann ekki að vera agressorinn í seríum.
Vinnumiðlunargammarnir sveima yfir Mike Woodson þó hann sé búinn að láta sér vaxa nýjar augabrúnir.
Scott Skiles er búinn að gera rosalega flotta hluti með þetta Bucks-lið. Og Brandon Jennings er dálítið að gefa þeim langt nef sem gáfu honum ekki props í kjörinu á nýliða ársins. Flottur í kvöld. Ísaði leikinn á vítalínunni. Heimtaði boltann.
---------------
Denver hélt lífi í kvöld, en það var ekki mikið meira en svo. Stemmingin í áhorfendum í Pepsi-Höllinni og leikmönnum Denver var frekar slöpp. Dálítið eins og Pepsi. Og Nene meiddist. Ekki gott. Fátt myndi opna augu okkar meira upp á gátt en Denver-sigur í Salt Lake City í sjötta leiknum.
Nema kannski ef Jamal Crawford myndi drulla í hárið á sér á heimavelli í leiknum þar sem hann tæki við nafnbótinni besti sjötti maðurinn í deildinni...
Bíddu nú við.... það gerðist í kvöld!