Friday, April 30, 2010
Hamingjuóskir í Hólminn
Ritstjórn NBA Ísland óskar Snæfelli til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn og hreint út sagt frábæra leiktíð.
Veturinn hefur sannarlega verið ævintýri í Hólminum og við höfum þegar rætt við fjöldamarga menn og konur sem samgleðjast þeim innilega við þetta tækifæri.
Undir venjulegum kringumstæðum hefðum við skrifað dálítinn pistil um úrslitakeppnina og afrek Íslands- og bikarmeistara Snæfells - en í þessu tilviki er það óþarfi.
Myndin sem fylgir þessari færslu segir allt sem segja þarf.
Renndu aðeins yfir söguna í huganum. Yfir þrautagöngu Snæfells undanfarin ár. Yfir leið þeirra að titlinum sem þeir hömpuðu í fyrsta skipti í gær. Og skoðaðu svo myndina vandlega í góða stund. Þar hefurðu það.
Myndirnar sem drengirnir á Sport.is fönguðu af fagnaðarlátum Snæfellinga í gær voru í algjörum sérflokki.
Sérstaklega sú sem við birtum hér í leyfisleysi. Þetta er mynd ársins þangað til annað kemur í ljós.