Sunday, April 18, 2010
Þetta vitum við í dag
Fyrstu leikirnir í úrslitakeppninni í gær voru misspennandi og misáhugaverðir.
Cleveland var ekki í teljandi vandræðum með Chicago í fyrsta leik. Þar kom ekkert sérstaklega á óvart nema kannski hve frískur Shaquille O´Neal virkaði í leiknum.
Hann var bara eins og Ledley King. Hafði ekki spilað síðan í febrúar en kom inn og stóð sig vel eins og hann hefði aldrei misst úr leik.
Einvígi Atlanta og Milwaukee verður ekki áhugavert fyrr en Milwaukee fer að vinna leiki.
Og það tókst liðinu ekki í gær, þrátt fyrir fínan leik frá nýliðanum Brandon Jennings. Stjörnumiðherjinn Al Horford mæti að ósekju vera pínulítið dómínerandi í þessu einvígi.
Denver á auðvelt verkefni framundan gegn Utah, ekki síst eftir að Utah missti enn einn manninn í meiðsli. Mehmet Okur gagnast liðinu ekki meira í þessari seríu - sem er búin.
Utah á engan miðherja eftir (Koufos og Fesenko eru tveir lélegustu leikmennirnir í allri NBA deildinni) og finnur ekki svör við Carmelo Anthony, JR Smith og Ty Lawson. Átakanlegt hvað Adrian Dantley nýtur engrar virðingar sem þjálfari. Það var drullað yfir hann alla útsendinguna úr öllum áttum. "With George Karl out, Carmelo Anthony needs to be the leader of this team (!)"
Þá eigum við bara eftir fyrsta leik Boston og Miami.
Ef þú ert hörundsár Celtics-maður, mælum við með því að þú sleppir því að lesa restina af þessari færslu, af því við skrifuðum hana með ristlinum.
Leikurinn þróaðist eins og við áttum von á, nema hvað Miami skeit aðeins meira blóði í fjórða leikhluta en við töldum að væri mannlega mögulegt.
Miami hefur alla burði til að vinna Boston, en aukaleikarar liðsins eru allir dauðhræddir og hafa ekki kjark í verkefnið.
Tökum það ekki af Boston að liðið sýndi þokkalegan varnarleik í síðari hálfleik, en liðið er samt lakara en við þorðum að vona ef eitthvað er. Lokakaflinn í þessum leik var svo leiðinlegur að það drápust tveir kaktusar hérna á skrifstofunni.
Paul Pierce er orðinn svo leiðinlegur leikmaður að við höfum enn ekki náð okkur upp úr þeirri geðlægð sem við sukkum í þegar við horfðum á hann detta vælandi út af hliðarlínunni þarna í lokin. Gaurinn er í standandi Didier Drogba-eftirhermum! Pierce var einu sinni nagli, en hann er það ekki lengur. Pierce var besti leikmaður deildarinnar í úrslitakeppninni fyrir tveimur árum, en er það ekki lengur. Núna er hann bara leiðinlegur.
Kevin Garnett fékk okkur svo endanlega til að æla yfir okkur galli með tilþrifum sínum í pústrunum sem upphófust í kjölfarið. Hvaða rugl var þetta?
Það var gaman að sjá að Steven Tyler í Aerosmith var að horfa á þennan leik í Boston. Það að horfa á Boston spila þessa dagana - og þá sérstaklega Paul Pierce - er eins og að vera læstur inni í skúringakompu í þrjá klukkutíma og þurfa að hlusta á "I don´t wanna miss a thing" á repeat í botni allan tímann. Nóg til að fella fjóra hektara af kartöflugrösum.
Svo erum við búin að fá nóg af því að allir séu að kalla Pierce, Garnett og Allen "The Big Three" og bestu leikmenn Boston. Það er kjaftæði. Rajon Rondo er besti leikmaður Boston og heilt yfir mikilvægasti leikmaður liðsins. Og ekki orð um það meir!
Það var alls ekki ætlunin að fara út í eitthvað Boston-hatur hérna. Þetta lið er bara að gera okkur, og ansi marga aðdáendur sína, geðveika í vetur. Reynið að láta ykkur vaxa par, grænir!!!