Saturday, April 10, 2010

Blóði blandnar hægðir á gólfinu í Garðinum


Rajon Rondo var í kvöld sæmdur Red Auerbach-verðlaununum hjá Boston Celtics.

Verðlaunin eru veitt þeim leikmanni sem þykir hafa sýnt hvað mestan Celtics-anda það tímabilið. Mikill heiður fyrir besta leikmann Boston í vetur.

En við megum ekki láta hrifningu okkar á Rondo leiða okkur á villigötur. Þessi færsla hefur ekkert með hrifningu að gera og Auerbach-andinn hvarf eins og reykur út í loftið um leið og var búið að heiðra Rondo.

Það er nefnilega þannig að Red gamli hringsnýst í gröfinni þegar þetta er skrifað.

Boston SKÍTtapaði heima í kvöld fyrir Washington, einu lélegasta liði deildarinnar. Celtics-menn áttu aldrei möguleika í leiknum. Hafa tapað fjórum af síðustu fimm heima og þessi eini sigur var kraftaverkið á móti Cleveland um síðustu helgi.

Og hvað fannst stuðningsmönnum Celtics um þessa frammistöðu? Við biðum og biðum þegar flautað var af, en aldrei kom baulið. Eru stuðningsmennirnir orðnir jafn áhugalausir og liðið? Hvar er þetta Celtic pride núna?

Þetta er skammarlegt. Skammarleg frammistaða liðsins, skammarlegt sinnuleysi áhorfenda og fullkomið virðingarleysi við anda Red Auerbach. Við höldum ekki með Celtics, en við ældum í munninn yfir þessum viðbjóði.

Þessir gaurar geta ekki beðið eftir að falla út úr úrslitakeppninni svo þeir geti farið beint heim að horfa á júróvisjón og borða McDonald´s.


Bara-ba-ba-baaaa!