Monday, March 8, 2010

Miðherjar Portland eiga hreint ekki að fá að spila körfubolta


Það er ekki hægt að ljúga upp á miðherja Portland Trailblazers.

Hinn þegar meiddi Joel Przybilla þarf að fara aftur í hnéaðgerð eftir að hafa dottið í sturtunni heima hjá sér!

Ef Marcus Camby væri dauður - væri hann að velta sér í gröfinni.

Hvenær meiðist hann?

Og þá hvernig?

Greg Oden stefnir á að byrja að spila aftur með Portland áður en úrslitakeppnin byrjar...


Já, það er góð hugmynd!