Tuesday, March 9, 2010

Þeir kunna körfubolta


Cleveland vann nauman sigur á San Antonio í nótt. 

Þessir tveir kappar fá alls ekki nógu mikið hrós fyrir hvað þeir eru miklir töffarar. Ekki nálægt því.

-Manu Ginobili er kannski með ljótan skallablett og ónýta ökkla en hann stýrði leik Spurs frá A til Ö og sýndi glefsur af gamla Manu. Lygilegur leikmaður.

-Delonte West er kannski með ljótari blöndu valbrár og hræðilegra húðflúra en nokkur annar geðsjúklingur en það var honum að þakka að Cleveland vann leikinn.

Á meðan stærri stjörnur stóðu í skugganum (sumar í jakkafötum) í nótt, stálu þessir tveir örvhentu snillingar senunni. Töffuruðu yfir sig upp að því marki að eitthvað varð undan að láta.

Eins og til dæmis hringvöðvinn á Roger Mason hjá Spurs sem án allrar utan að komandi aðstoðar sá til þess að San Antonio tapaði leiknum.

Matt Bonner er San Antonio mikilvægari en Mason, Keith Bogans og Richard Jefferson til samans. Þú ræður hvort það segir meira um Bonner eða þrílíkið.