Wednesday, March 17, 2010
Los Spurs vinnur fleiri körfuboltaleiki
Nú er tæpur mánuður síðan við skrifuðum San Antonio út af sakramentinu. Við værum ekki samkvæm sjálfum okkur ef við fylgdum þessum dauðadómspistli ekki eftir.
Til að gera langa sögu stutta er San Antonio 8-2 síðan við afskrifuðum liðið. Bara búið að tapa naumlega fyrir Houston og Cleveland á útivelli - án Tony Parker.
Manu Ginobili spilar betur með hverri vikunni sem líður. Tölfræðin snarhækkað á öllum sviðum en á sama mínútufjölda. Endalaus snillingur þessi maður.
Nú ætlum við ekkert að breyta spám okkar, en ef Spurs nær i sigur í Orlando í kvöld (miðvikudagskvöld) í seinni leiknum af Flórída back-to-back - er ekki laust við að við förum dálítið hjá okkur. Um að gera að ögra þessum gömlu hundum aðeins.