Monday, March 8, 2010

Kjólarnir og Skartið


Já, Orlando vann nauman sigur á Lakers. Þriðja tap Lakers í röð. Í fyrsta sinn sem það gerist síðan félagið rændi Pau Gasol.

Við höfum engar áhyggjur af þessu fyrir hönd Lakers.

Nema auðvitað þær að liðið er bara með einn og hálfan varamann og byrjunarleikstjórnanda sem getur ekki haldið Agli Helgasyni fyrir framan sig í vörninni.

Ron Ron stal senunni með Rodman-klippingunni sinni. Mjög áhugaverð alveg.

Sagt er að áletrunin á hausnum á honum segi "vörn" á japönsku, hebresku og hindí. Nú eða ekki.

Tengiliður okkar í Japan segir að þetta þýði "Parker Lewis eru allir vegir færir"