Sunday, March 7, 2010

Húnunum þykir betra að spila körfubolta að heiman


Memphis er búið að tapa átta heimaleikjum í röð.

Ekki gott fyrir eitt af öskubuskuliðum vetrarins sem um tíma virtist ætla að blanda sér í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni öllum að óvörum.

En Memphis er líka búið að vinna sex útileiki í röð - sem er gjörsamlega ótrúleg staðreynd í ljósi vandræða liðsins á heimavelli.

Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem þetta gerist.