Stóri-Al Jefferson hefur ekki átt gott ár með Minnesota.
Það er auðvitað erfitt að eiga gott ár með Minnesota, enda er liðið grín.
En Jefferson hefur ekki hjálpað því mikið. Hefur tekið stóra dýfu í flestum tölfræðiþáttum. Skorar m.a. 6 stigum minna að meðaltali í leik en í fyrra.
Hann ákvað því að bæta úr þessu og
láta nappa sig ölvaðan á bílnum eftir síðasta tap.
Ekki aka undir áhrifum krakkar. Það er leikur að eldi. Leikur þar sem enginn vinnur og allir tapa.
Eða viljið þið láta birta handtökumynd af ykkur á hinum víðlesna vef NBA Ísland?