Sunday, March 21, 2010

Af Kóki, Pepsí-i og Sóda Strími


Við höfum verið spurð mikið af hverju við fjöllum ekkert um háskólaboltann hérna á NBA Ísland. Svarið er einfalt. Við fylgjumst ekkert með háskólaboltanum.

Látum okkur nægja að horfa á þessa pilta spila alvöru körfubolta þegar, og það sem meira er, EF þeir verða almennilegir atvinnumenn í greininni síðar.

Nennum ekki að eyða tíma sem getur farið í að horfa á NBA í að glápa á menn eins og Adam Morrison grenja í háskólaboltanum og skíta svo upp á bak þegar þeir reyna sig með stóru strákunum.

Ætlunin með þessum skrifum er ekki að gera lítið úr áhuga fólks á háskólaboltanum. Alls ekki.

Háskólakeppnin er vissulega spennandi og skemmtileg. Hún höfðar bara ekkert til okkar.

Ætli sé ekki best að nota gos-analógíuna til að útskýra þetta.

NBA deildin er Coca Cola. Bestu leikmennirnir, bestu lið í heimi. The Shit. Fokkar ekkert í því.

Rétt eins og kók. Kók er kók og það er bara ein leið til að gera kók. Eins og kók.

Meira að segja draslið sem er framleitt til að líkjast kóki er kallað kók. Af því það er bara til eitt fyrirbæri sem er kók og það er kók!

Háskólaboltinn er Pepsi. Ódýrari týpan. Mikið umtal og mikið skrum, en aldrei kók.

Það getur vel verið að gríðarlega margir sofi ekki fyrir áhuga á háskólaboltanum, en hann er ekki eins góður og NBA.

Það getur vel verið að Pepsi hafi skrumað sig upp með hjálp fólks eins og Beckham, Jackson og Britney, en Pepsi er alltaf annars flokks.


Úrvalsdeildin á Íslandi er svo í allt öðrum flokki. Hún er Soda Stream.

Klárlega ekki eins góð og kókið, en allt er hey í harðindum.

Það er ódýrara og maður getur lagað það heima og manni þykir vænt um það. Minnir á áhyggjulausa æsku á landsbyggðinni.

Vekur upp þægilega nostalgíu.